Skilmálar Karma Pro Heildverslun
Með því að leggja inn pöntun hjá Karmapro.is samþykkir kaupandi eftirfarandi skilmála
Karma Pro heildverslun ehf, kt. 691012-0770
info@karmapro.is - s. 788-2300
Kaupandi getur innt greiðslu af hendi með kreditkorti, Pei, Netgíró eða reikning í heimabanka
( aðeins fyrir þá sem eru nú þegar í reikningsviðskiptum við KarmaPro)
Kortafærslu fara í gegnum örugga greiðslusíðu KORTA
Afhending vöru
Hægt er að sækja pantanir á Flatahraun 31, virka daga milli klukkan 10-16, tölvupóstur verður sendur þegar varan er tilbúin til afhendingar (1-3 dagar) Sending á pósthús er frí yfir 25.000 kr. Ef pantanir eru undir 25.000 kr. þá kostar sending á pósthús 1250 kr og með flugfrakt 2000 kr. Karma pro tekur ekki ábyrgð á að viðskiptarvinir gefi upp rétt póstfang eða séu með rétt merkta póstkassa.
Vöruskil
Kaupandi hefur 7 daga frá móttöku til að hætta við kaupin að því tilskyldu að hann hafi ekki notað vörunna og að henni sé skilað í óuppteknum og upprunalegum umbúðum.
Vöruverð
Öll vöruverð eru birt með fyrirvara um prentvillur og áskilum við okkur rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp. Öll verð í vefverslun eru með 24% vsk og sendingarkostnaður bætist síðan við áður en greiðsla fer fram. Vinsamlega athugið að vöruverð getur breyst án fyrirvara.
Reikningsviðskipti
Þeir sem hafa áður verið í reikningsviðskiptum við okkur geta haldið því áfram, þá fær viðskiparvinur afhentan reikning sem birtist svo í heimabanka og hefur 7 daga til að greiða. Ef krafa er ekki greidd eftir 7 daga þá fer krafan til Motus sem sér um innheimtu
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.